
Höfrungur ÁR 250 leggur hér úr höfn í Vestmannaeyjum um árið en upphaflega er þetta Höfrungur III AK 250.
Höfrungur III, sem var 267 brl. að stærð, var smíðaður fyrir fyrir Harald Böðvarsson & co á Akranesi árið 1964. Smíðin fór fram hjá skipasmíðastöðinni Kaarbös Mek. Verksted í Harstad í Noregi.
Báturinn var seldur til Þorlákshafnar í nóvember árið 1975. Hann var endurmældur ári síðar og mældist þá 221 brl. að stærð.
Báturinn var yfirbyggður á Siglufirði rétt fyrir 1990. Hann fékk síðar nafnið Hafnarröst ÁR 250 og var að lokum seldur úr landi.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution