Sturla farinn áleiðis til Litháen

1272. Sturla GK 124 ex Sturla GK 12. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Línuskipið Sturla GK 124 lét úr höfn í Grindavík í hinsta sinn í dag en skipið hefur verið selt til Litháen þar sem það fer í brotajárn.

Skipið hét upphaflega Guðmundur RE 29 á íslenskri skipaskrá en hann var keyptur til landsins árið 1972. 

Hann var smíðaður árið 1968 hjá  Karmsund Verft & og Mek AS á Karmøy í Noregi fyrir Br. Giertsen & Co. A/S, Bergen. Hét upphaflega Senior B-33-B en þegar hann var keyptur hingað til lands var hann Senior H 033.

Guðmundur RE 29, var í eigu skipstjóranna Hrólfs Gunnarssonar og Páls Guðmundssonar og Fiskiðjunnar s/f í Keflavík, var yfirbyggður árið 1975. :Þess má til gamans geta að það var sama aðalvélin í skipinu alla tíð.

Árið 1983 kaupir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja Guðmund sem verður VE 29. Síðar var skipt um brú og sett perustefni á Guðmund ásamt nýju frammastri.

Í fréttum sumarið 1998 mátti m.a lesa að nóta­skipið Guðmund­ur VE sé komið und­ir græn­lensk­an fána og fékk skipið nafnið Tunu GR 1895 og heima­höfn þess var Ammassalik.

Guðmundur VE 29 var seldur til Grindavíkur árið 2004 en einhverju árum áður hafði hann komið aftur inn á íslenska skipaskrá. Grindvíkingur GK 606 fór hina leiðina og fékk nafnið Guðmundur VE 29.

Það var Þorbjörn hf. í Grindavík, þá Þorbjörn-Fiskanes, sem keypti skipið og gerði út til línuveiða alla tíð. Þegar ný Sturla GK 12 kom í flota Þorbjarnarins í sumar fékk sá gamli GK 124 sem hann ber á þessum myndum sem Jón Steinar tók þegar Sturla lét úr höfn í dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s