Áskell ÞH 48

298. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Áskell ÞH 48 kemur hér að landi í Grindavík um árið en myndina tók Tryggvi Sigurðsson.

Áskell ÞH 48 var smíðaður fyrir Gjögur h/f á Grenivík í Danmörku 1959, ári eftir að fyrirtækið missti Von TH 5. Von strandaði við Reykjanes árið 1958, mannbjörg varð en báturinn eyðilagðist.

Áskell ÞH 48, sem var 73 brl. að stærð, var alla tíð í eigu Gjögurs h/f en örlög hans urðu þau að hann brann árið 1988. Hann var dreginn inn til Vestmannaeyja þar sem hann var að lokum rifinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution