Meira af Ivid

IMO 9195779. Ilivid GR-18-318 ex Skipsholmen H-425-AV. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2020. Tryggvi Sigurðsson var einnig með myndavélina á lofti í morgun þegar Guðmundur Ingi og áhöfn hans á Ilvid litu við í Eyjum. Eins og fram kemur í færslunni hér á undan er það Arctic Prime Fisheries á Grænlandi sem á skipið sem keypt var … Halda áfram að lesa Meira af Ivid

Ilvid kom við í Eyjum

IMO 9195779. Ilvid GR-18-318 ex Skipsholmen H-425-AV. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020. Ilvid GR-18-318 sem Arctic Prime Fisheries á Grænlandi keypti nýverið frá Noregi er á leið til Reykjavíkur þar sem skipið verður útbúið til veiða. Brim er hluthafi í Arctic Prime Fisheries og Vestmannaeyingurinn Guðmundur Ingi Guðmundsson er skipstjóri á Iivid. Þegar skipið var við … Halda áfram að lesa Ilvid kom við í Eyjum

Bjarni Sæmundsson HF 30 – Myndasyrpa

1131. Bjarni Sæmundsson HF 30 ex RE 30. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson HF 30 kom til Húsavíkur í gær en skipið er í árlegum haustleiðangri Hafrannsóknarstofnunar.  Um Bjarna Sæmundsson er það að segja að skipið var smíðað í Þýskalandi árið 1970 og afhent Hafrannsóknastofnun í desember sama ár. Skipið er 56 metra langt … Halda áfram að lesa Bjarni Sæmundsson HF 30 – Myndasyrpa