Faxaberg HF 104

1224. Faxaberg HF 104 ex Skálanes NS 20. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1986.

Faxaberg frá Hafnarfirði, sem hér sést á Breiðafirði um árið, hét upphaflega Rita NS 13 og var frá Vopnafirði.

Báturinn var smíðaður árið 1972 í Bátalóni fyrir Guðmund Ragnarsson og Hrein Björgvinsson á Vopnafirði.

Rita NS 13, sem var 11 brl. að stærð, fékk nafnið Þerna NS 113 árið 1975 og fjórum árum síðar Þerney SK 37 með heimahöfn á Hofsósi.

Árið 1984 fékk báturinn nafnið Skálanes NS 20 og ári síðar sem hann fékk það nafn sem hann ber á myndinni, Faxaberg HF 104. Eigandi Ólafur Karlsson.

Faxaberg HF 104 fékk nafnið Faxaberg II HF 114 árið 1992 en í maí það ár var hann felldur af skipaskrá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

4 athugasemdir á “Faxaberg HF 104

      1. Skálanes hét hann á Seyðisfirði og í minni eigu,var þar frá Desember 1983 til Ágúst 1984,þá fór ég með hann suður.Hann var NS 120 en síðan Faxaberg HF 104 og átti ég hann til 1990,þegar ég keypti 50% í Íslandsbersa HF 13.

        Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s