Magnús NK 72

1031. Magnús NK 72. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Magnús NK 72 siglir hér suður með Austfjörðum að haustlagi um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Magnús var smíðaður árið 1967 í Lindstöl Skips & Baatbyggeri A/S í Risör í Noregi og var með smíðanúmer 263.

Eigandi var Ölver h/f í Neskaupstað og kom skipið, sem var 274 brl. að stærð, í fyrsta skipti til heimahafnar í marsmánuði 1967.

Í 5. tbl. Ægis 1997 er sagt frá breytingum á skipinu sem þá hét Bergur VE 55 og aðeins farið yfir sögu þess fram að þeim tíma:

Magnús NK 72 var í eigu Ölvers h.f. í Neskaupstað þangað til í febrúar 1988. Þá fær skipið nafnið Hrafn Sveinbjamarson III GK 11 í eigu Þorbjamar h.f. í Grindarvík. Frá því í september 1988 ber skipið nafnið Valaberg GK 399 í eigu Siglubergs h.f. í Grindavík þangað til í október 1989. Síðan fær skipið nafnið Bergur VE 44 og er í dag í eigu Valabergs ehf. í Vestmannaeyjum.

Helstu breytingar sem áður hafa verið gerðar á skipinu er að það var miðju-lengt um 4,24 m og byggt yfir aðalþilfar skipsins 1977. Árið 1981 er sett ný aðalvél í skipið, 1065 hö, 783 KW, Bergen Dieselvél kom í staðin fyrir, 755 hö, 555 KW, Ruston Paxmann vél. Árið 1984 var smíðað nýtt stýrishús úr stáli og leysti það af hólmi upphaflega stýrishúsið sem var úr áli.

Sumarið 1987 er byggður bakki og sett perustefni á skipið ásamt gafllaga skut með olíutönkum. 28 apríl 1991 kom upp eldur í skipinu, sem olli umtalsverðum skemmdum á því. Eftir brunann var byggt nýtt þilfarshús undir brú og gerðar breytingar á fyrirkomulagi íbúða.

Þannig að sennilega voru þessar myndir teknar 1986.

Meira af skipinu síðar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Píla BA 76

6877. Píla BA 76 ex Góa BA 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Píla BA 76 var gerð út til strandveiða í sumar og voru þessar myndir teknar þegar báturinn kom til Patreksfjarðar úr einum róðrinum.

Píla hét upphaflega Vöttur SU 41 frá Reyðarfirði og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar árið 1987.

Frá árinu 1993 til ársins 2019 hét báturinn Góa BA.

Útgerð og eigandi Byron ehf. og heimahöfn Patreksfjörður.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution