Svanur ÍS 214

206. Svanur ÍS 214. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Svanur ÍS 214 var smíðaður árið 1960 í Þýskalandi og var 101 brl. að stærð. Báturinn var smíðaður fyrir Álftfirðing h/f og var heimahöfn hans Súðavík.

Svanur ÍS 214 sökk í róðri út af Ísafjarðardjúpi þann 29. janúar árið 1969. Sex manna áhöfn hans komst um borð í gúmmíbjörgunarbát þaðan sem áhöfnin á varðskipinu Þór bjargaði þeim.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Höfrungur III ÁR 250

249. Höfrungur III ÁR 250 ex Höfrungur III AK 250. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Höfrungur ÁR 250 leggur hér úr höfn í Vestmannaeyjum um árið en upphaflega er þetta Höfrungur III AK 250.

Höfrungur III, sem var 267 brl. að stærð, var smíðaður fyrir fyrir Harald Böðvarsson & co á Akranesi árið 1964. Smíðin fór fram hjá skipasmíðastöðinni Kaarbös Mek. Verksted í Harstad í Noregi.

Báturinn var seldur til Þorlákshafnar í nóvember árið 1975. Hann var endurmældur ári síðar og mældist þá 221 brl. að stærð.

Báturinn var yfirbyggður á Siglufirði rétt fyrir 1990. Hann fékk síðar nafnið Hafnarröst ÁR 250 og var að lokum seldur úr landi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution