Faxaberg HF 104

1224. Faxaberg HF 104 ex Skálanes NS 20. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1986.

Faxaberg frá Hafnarfirði, sem hér sést á Breiðafirði um árið, hét upphaflega Rita NS 13 og var frá Vopnafirði.

Báturinn var smíðaður árið 1972 í Bátalóni fyrir Guðmund Ragnarsson og Hrein Björgvinsson á Vopnafirði.

Rita NS 13, sem var 11 brl. að stærð, fékk nafnið Þerna NS 113 árið 1975 og fjórum árum síðar Þerney SK 37 með heimahöfn á Hofsósi.

Árið 1984 fékk báturinn nafnið Skálanes NS 20 og ári síðar sem hann fékk það nafn sem hann ber á myndinni, Faxaberg HF 104. Eigandi Ólafur Karlsson.

Faxaberg HF 104 fékk nafnið Faxaberg II HF 114 árið 1992 en í maí það ár var hann felldur af skipaskrá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution