Eldborg HF 13

1525. Eldborg HF 13. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Eldborg HF 13 siglir hér til hafnar á Eskifirði haustið 1984, eða 1986, og myndin var tekin úr síldveiðibátnum Geira Péturs ÞH 344. Eldborg HF 13 var smíðuð fyrir samnefnda útgerð árið 1978 og kom til heimahafnar í Hafnarfirði 30. desember það ár. Skipið var smíðanúmer 136 hjá … Halda áfram að lesa Eldborg HF 13

Svanur RE 45

1029. Svanur RE 45 ex Esjar RE 400. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Svanur RE 45 er hér á siglingu á einhverjum firðinum fyrir austan en myndina tók Hreiðar Olgeirsson á síldarvertíð 1982 eða 3. Svanur RE 45 hét upphaflega Brettingur NS 50 og var smíðaður árið 1967 fyrir Tanga h/f á Vopnafirði í Flekkufirði í Noregi. … Halda áfram að lesa Svanur RE 45

Kalli í Höfða ÞH 234

2434. Kalli í Höfða ÞH 234. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2000. Kalli í Höfða ÞH 234 var smíðaður hjá Trefjum árið 2000 fyrir Aðalstein Pétur Karlsson á Húsavík. Báturinn kom í fyrsta skipti til heimahafnar um miðjan septembermánuð það ár og hóf fljótlega róðra. Ef síðuhöfundur man rétt er hann að koma þarna úr fyrsta róðri … Halda áfram að lesa Kalli í Höfða ÞH 234

Akranes kom til Grindavíkur í gær

2777. Akranes ex Víkingur. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Farþegabáturinn Akranes kom til Grindavíkur í gær og tók Jón Steinar þessar myndir af honum. Akranes var smíðað 1971 og var fyrst notað sem slökkvibátur fyrir sænska herinn. Akranes hét upphaflega Ísafold á íslenskri skipaskrá en það nafn fékk hann árið 2008. Sumarið 2013 var báturinn seldur … Halda áfram að lesa Akranes kom til Grindavíkur í gær