
Brunnbáturinn Dønnalaks kom til Húsavíkur í morgun þeirra erinda að ná í laxaseiði frá fiskeldisstöðinni Rifósi í Kelduhverfi.
Dønnalaks, sem áður hét Steigen, er með heimahöfn í Bodø í Norður Noregi en hefur þjónað fiskeldi á Austfjörðum upp á síðkastið.
Dønnalaks var smíðað árið 2002 í Sletta Båtbyggeri AS og mælist 498 brúttótonn að stærð. Lengd bátsins er 51 metrar og breidd hans 9 metrar.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution