Selfoss og Sleipnir

IMO 9433456. Selfoss ex Shopia. 2250. Sleipnir. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Selfoss, skip Eimskipafélags Íslands hf. lét úr höfn á Húsavík um kaffileytið í dag og naut við það aðstoðar hafnsögubátsins Sleipnis.

Selfoss er 700 gámaeininga skip, 130 metra langt, 21 metra breitt og 7,464 brúttótonn að stærð.

Eimskip keypti skipið, sem smíðað var 2008, árið 2017 en það hét áður Sophia. Selfoss siglir undir færeyskum fána með heimahöfn í Þórshöfn.

Sleipnir var smíðaður á Akureyri árið 1995 og er 41 BT að stærð. Togkraftur hans er 11,2 tonn. Eigandi hans er Hafnarsamlag Norðurlands.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ísey kom að landi í dag

1458.Ísey EA 40 ex Ísey ÁR 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Þegar maður hefur úr litlu að moða vill það stundum verða þannig að sumir bátar koma oftar inn á síðuna en aðrir.

Það á við Ísey EA 40 sem verið hefur við dragnótaveiðar á Skjálfandaflóa að undanförnu og töluvert verið mynduð.

Þessar myndir voru teknar nú síðdegis þegar báturinn kom til löndunar á Húsavík og um bátinn má lesa nánar hér.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution