Fríða EA 12

2612. Fríða EA 12 ex Skalli GK 98. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Fríða EA 12, sem hér sést koma að landi á Dalvík í lok ágústmánaðar, var smíðuð árið 2004 í Bátsmiðju Guðmundar í Hafnarfirði.

Fríða EA 124 er Sómi 865 og var smíðuð fyrir Gústa Bjarna ehf. á Dalvík. Árið 2010 var báturinn kominn til Grindavíkur þar sem hann fékk nafnið Garri GK 60 sem hann bar til ársins 2014.

Síðan hefur báturinn borið nöfnin Elvis GK 60, Anita HU 236, Björn Jónsson ÞH 245, Skalli HU 33, og Skalli GK 98.

Það var svo í fyrra sem Óskar og synir ehf. keyptu bátinn aftur til Dalvíkur og gáfu honum sitt upphaflega nafn en nú EA 12.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ottar T-25-T kom til Akureyrar

IMO 7618026. Ottar T-25-T ex Ottar T-69-T. Ljósmynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2020.

Gamalkunnugt skip kom til Akureyrar fyrir helgi þar sem það fór í flotkvínna hjá Slippnum til skveringar.

Þarna var um að ræða norska skipið Ottar T-25-T sem var í íslenska flotanum á fjórða áratug undir nafninu Ísleifur VE 63.

Haukur Sigtryggur á Dalvík tók þessa mynd sem hér birtist og smá fróðleikur fylgdi með:

Ottar T-25-T … TF-VO.IMO-nr. 761 80 26. Skipasmíðastöð: Skala Skipasmiðja S.F. Skalum.1976.Lengd: 44,70. Breidd: 9,01. Dýpt: 5,98.Brúttó: 428. U-þilfari: 322. Nettó: 160.Mótor 1976 Nohab Polar 1133 kw. 1540 hö.Ný vél 1997 Wärtsilä 2460 kw. 3345 hö.Durid KG 728. Útg: P/R Burhella. Klakksvík. Færeyjum. (1976 – 1981).

Ísleifur VE 63. Útg: Ísleifur h.f. Vestmannaeyjum. (1981 – 1992).Ísleifur VE 63. Útg: Ísleifur ehf. Vestmannaeyjum. (1992 – 2004).Ísleifur VE 63. Útg: Vinnslustöðin h.f. Vestmannaeyjum. (2004 – 2015).Ísleifur II. VE 336. Útg: Vinnslustöðin h.f. Vestmannaeyjum. (2015 – 2016).Ottar T-69-T. Útg: ?? Tromsø. Norge. (2016 – 2019).Og nú Ottar T-25-T.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution