Haförn kemur að landi eftir dragnótaróður

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Haförn ÞH 26 kom að landi á Húsavík síðdegis í dag en báturinn er gerður út af Ugga fiskverkun ehf. til dragnótaveiða

Uggi fiskverkun ehf. keypti bátinn til Húsavíkur haustið 2010 en hann hét áður Þorsteinn BA 1 frá Patreksfirði.

Haförn ÞH 26 hét upphaflega Faxafell GK 110, því næst Blíðfari GK 275, Mundi SF 1 og Þorsteinn BA 1.

Báturinn, sem er búinn 450 hestafla aðalvél frá árinu 2001, var lengdur 1993 og mælist 71 brúttótonn (29,9 brúttórúmlestir) að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kvika GK 517

6991. Kvika GK 517 ex Mundi ÍS 97. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Handfærabáturinn Kvika GK 517 kom til hafnar á Húsavík síðdegis í dag og þá voru meðfylgjandi myndir teknar.

Báturinn, sem Útgerðarfélagið Atla ehf. gerir út og er með heimahöfn í Sandgerði, er ekki með öllu ókunnur á Húsavík. Báturinn hét upphaflega Kvika ÞH 345 og átti heimahöfn á Mývatni.

Kvika var smíðuð í Bátagerðinni Mótun í Hafnarfirði árið 1987. Árið 1998 var báturinn seldur til Raufarhafnar þar sem hann hélt sínu nafni og einkennisstöfum.

Eftir það hefur báturinn borið nöfnin Sigrún GK 17, Hilmir SH 297, SH 197 og SH 340. Því næst Jói Brands GK 517, Oddur á Nesi ÓF 176 og Mundi ÍS 97.

Það var svo seint á síðasta ári sem báturinn fékk aftur nafnið Kvika.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution