Stakkavík ÁR 107

1269. Stakkavík ÁR 107 ex Sigþór ÁR 107. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Stakkavík ÁR 107 sem hér sést á siglingu til hafnar í Þorlákshöfn hét upphaflega Borgþór GK 100 og var smíðaður í Bátalóni árið 1972.

Borgþór GK 100, sem var 45 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Jóhann Þórlindsson í Ytri Njarðvík en ári síðar var hann seldur norður á Þórshöfn á Langanesi.

Kaupandinn var Árni Helgason sem lét bátinn halda nafni sínu en hann varð ÞH 231. Haustið 1979 kaupir Jón Matthíasson á Þórshöfn bátinn og nefnir Snæberg ÞH 231.

Upphaflega var í bátnum 305 hestafla Dormann aðalvél en 180 var sett í hann 340 hestafla GM. Í lok árs var báturinn kominn til Bíldudals þar sem hann hélt nafni sínu og varð BA 35. Eigendur Erla Sigurmundsdóttir, Guðmundur R. Einarsson og Jón Kristinsson

Í byrjun árs 1985 kaupa Vigfús Markússon og Hraðfrystihús Eyrarbakka hf. bátinn og nefna Sigþór ÁR 107. Heimild: Íslensk skip.

Síðar sama ár var nafninu breytt í Stakkavík ÁR 107, eigandi Suðurvör í Þorlákshöfn.

Báturinn var seldur til Þorlákshafnar vorið 1986 en meira um bátinn síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s