Magnús SH 205 kemur í land á Rifi í kvöld

1343. Magnús SH 205 ex Sigurvon BA 55. Ljósmynd Margrét Sigurðarsdóttir 2020.

Dragnótabáturinn Magnús SH 205 kom að landi á Rifi í kvöld og tók tengdamamma skipstjórans, Magnúsar Darra Sigurðssonar, meðfylgjandi myndir. Svo vill til að hún er mágkona síðuhaldara.

Um Magnús SH 205 hefur verið skrifað hér áður en hann er í eigu Skarðsvíkur ehf. sem ýmist gerir hann út á dragnót eða net.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Valdimar GK 195

2354. Valdimar GK 195 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Línuskipið Valdimar GK 195 kom til hafnar í Grindavík úr sínum fyrsta róðri á nýju kvótaári í gær.

Smíðaður í Noregi 1982 og lengdur 1987. Keyptur til landsins 1999 og hét þá Vesturborg GK til að byrja með en fékk síðan Valdimarsnafnið. 

Hét áður Vestborg, Aarsheim Senior og Bömmelgutt í Noregi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution