Sigurður Ólafsson við bryggju á Höfn

173. Sigurður Ólafsson SF 44 ex Sigurður Sveinsson SH 36. Ljósmynd Sverrir Aðalsteinsson.

Hann ber aldurinn vel hann Sigurður Ólafsson SF 44 sem hér liggur í blankalogni við bryggju á Höfn.

Báturinn var smíðaður í Risör í Noregi árið 1960 fyrir Guðmund Runólfsson Grafarnesi, Guðmund Kristjánsson og Jón Kristjánsson í Eyrarsveit Snæfellssýslu og hét Runólfur SH 135.

Það er Sigurður Ólafsson ehf. á Höfn sem á og gerir bátinn út en til Hafnar var hann keyptur frá Stykkishólmi árið 1980. Í Hólminum bar hann nafnið Sigurður Sveinsson SH 36 en áður hafði hann heitið Sigurvon SH 35 og þar áður Sigurvon AK 56. Um sögu bátsins má lesa nánar hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bárður SH 81 kom til Dalvíkur

2965. Bárður SH 81. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2020.

Bárður SH 81 kom til Dalvíkur nú í kvöld og tók Haukur Sigtryggur þessar myndir við það tækifæri.

Bárður er á dragnót en eins og menn muna þá er hann stærsti trefjaplastbátur sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð.

Bárður SH 81 er 26,93 metra langur, breidd hans er 7 metrar og hann mælist 153 brúttótonn að stærð.

Bárður SH 81 er í eigu samnefnds fyrirtækis og er með heimahöfn í Óafsvík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Anna EA 83

6754. Anna EA 83 ex Anna ÓF 83. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Anna EA 83 var á strandveiðum í sumar og voru þessar myndir teknar á Siglufirði um miðjan ágúst.

Anna er í eigu Lúðvíks Trausta Gunnlaugssonar á Akureyri en hann gerði áður út Trausta EA 98 til strandveiða.

Anna hét upphaflega Látravík RE 154 og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1986.

Árin 1992 til 1996 hét báturinn Nór RE 154 og 1996-1998 hét hann Bói ÁR 188. En vorið 1998 verður hann Anna HF 83. Sumarið 1999 fær Anna einkennisstafina NS 83 sem hún ber til sumarsins 2006 er hún verður ÓF 83.

Og Anna var ÓF til ársins 2019 en á haustmánuðum það ár fékk hún einkennisstafina EA 83. Þá keypti Lúðvík bátinn en EMO ehf. sem hafði átt Önnu keypti nýrri og stærri bát sem fékk nafnið Anna ÓF 83.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution