Ísey EA 40 landaði á Húsavík

1458. Ísey EA 40 ex Ísey ÁR 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Dragnótabáturinn Ísey EA 40 landaði á Húsavík í dag eftir veiðar á Skjálfanda en 1. september er heimilt að veiða í innanverðum flóanum.

Báturinn er gerður út af Hrísey Seafood ehf. og er með heimahöfn í Hrísey

Áður var báturinn gerður út af Saltabergi ehf. og þá með heimahöfn í Þorlákshöfn. Þá var skráningin ÁR 11.

Upphaflega hét báturinn Langanes ÞH 321 en honum hefur verið gerð skil á síðunni og lesa má þá færslu hér.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tómas Þorvaldsson kom að landi í gær

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 kom til hafnar í Grindavík í blálok kvótaársins og tók Jón Steinar þessar myndir þá.

Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. 

Þorbjörn hf. keypti Sisimiut og fékk skipið afhent í júní 2019. Það fékk nafnið Tómas Þorvaldsson GK 10 fór fyrst til veiða undir því nafni 22. júlí sama ár.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution