
Á þessari mynd Björns Vals Gíslasonar skipstjóra má sjá norska frystitogarann Ramoen M-1-VD á toginu.
Ramoen er í eigu Ramoen A/S og er heimahöfn hans Álasund. Togarinn, sem var afhentur árið 2016, var smíðaður í Astillero Armon skipasmíðastöðinni í Gijon á Norður-Spáni.
Ramoen er 75,1 metrar að lengd, 16 metra breiður og mælist 4000 brúttótonn að stærð.
Allar helstu upplýsingar um skipið má lesa hér
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution