Eldborg á leið í pottinn

IMO 7362524. Eldborg EK 0604 ex Eldborg RE 13. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Rækjutogarinn Eldborg sem legið hefur í Hafnarfjarðarhöfn undanfarin ár lagði upp í sína hinstu för í gæerkveldi.

Hann verður dreginn erlendis þar sem hann í brotajárn, trúlega er Belgía endastöðin hjá þessum gamla pólsksmíðaða skuttogara sem um tíma gegndi hlutverki varðskips sem varði landhelgina.

Hér má hlusta á hlaðvarp sem Flosi Þorgeirsson sagnfræðingur gerði um togarann sem upphaflega hét Baldur EA 124 og var í eigu Aðalsteins Loftssonar útgerðarmanns á Dalvík.

Skrifað hefur verið um togarann á síðunni og hér má lesa það.

IMO 7362524. Eldborg EK 0604 ex Eldborg RE 13. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigrún Hrönn ÞH 36

2736. Sigrún Hrönn ÞH 36. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar í marsmánuði árið 2008 og sýna línubátinn Sigrúnu Hrönn ÞH 36 koma að landi á Húsavík.

Ein myndanna birtist á mbl.is með eftirfarandi texta:

ÓTÍÐIN fyrir norðan hefur sett strik í reikninginn hjá bátunum þar. En þegar dúrar og menn komast út, hefur fiskiríið verð oft á tíðum mjög gott. Ingólfur Árnason á línubeitningarbátnum Sigrúnu Hrönn kom til dæmis inn til Húsavíkur nýlega með 12 til 13 tonn af fallegum fiski.

Sigrún Hrönn var smíðuð fyrir fyrrnefndan Ingólf og fjölskyldu hjá Trefjum og kom hún í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík 23. júní 2007.

Báturinn var seldur Melnesi ehf. árið 2014 og fékk hann nafnið Sæbliki SH 15 með heimahöfn á Hellissandi.

Hann heitir Sæli BA 333 í dag en hét í millitíðinni Steinunn HF 108.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þórir SF 77

2731. Þórir SF 77. Ljósmynd Sverrir Aðalsteinsson.

Sverrir Aðalsteinsson á Höfn sendi þessar myndir af togskipinu Þóri SF 77 fyrir og eftir breytingar.

Þórir SF 77 og systurskipið Skinney SF 30 voru smíðuð hjá Ching Fu Shipbuilding co.,LTD skipasmíðastöðinni í Taiwan árið 2008 fyrir Skinney-Þinganes hf. á Höfn í Hornafirði.

Skipin fóru síðan í gagngerar breytingar til Póllands þar sem þau voru m.a lengd um tæpa 10 metra en þau komu úr þeim snemma árs 2019.

2731. Þórir SF 77. Ljósmynd Sverrir Aðalsteinsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution