Klettsvík VE 127

27. Klettsvík VE 127 ex Árni á Bakka ÞH 380. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Klettsvík VE 127, sem áður hét Árni á Bakka ÞH 380, var einn tappatogaranna 12 og hét upphaflega Björgvin EA 311.

Í Morgunblaðinu 20 desember 1989 segir svo frá:

EYJAFLOTINN stækkar enn. Fyrir skömmu bættist Klettsvík VE í Eyjaflotann er hún kom til heimahafnar Eyjum í fyrsta sinn. 

Klettsvík, sem áður hét Árni á Bakka, er 229 lesta yfirbyggður stálbátur, byggður 1958. Í bátnum er 1.000 ha. Bronz vél. Eigandi Klettsvíkur er Heimaklettur hf. en aðaleigendur hans eru Friðrik Óskarsson og Ingvi Geir Skarphéðinsson. 

Klettsvík hefur 530 tonna kvóta auk 104 tonna rækjukvóta. Báturinn verður gerður út á togveiðar og skipstjóri á honum verður Ingvi Geir Skarphéðinsson. 

Áður en báturinn kom til Eyja hafði hann verið í endurbótum þar sem m.a. lestinni var breytt fyrir kör auk þess sem málað var og dyttað að ýmsum smáatriðum.

Júlíus Stefánsson í Hafnarfirði keypti síðan skipið og nefndi Árfara HF 127 og að lokum keypti Kristján Guðmundsson h/f  skipið og fékk það á einkennistafina SH 482. Það var notað til úreldinga upp Tjald II SH sem smíðaður var í Noregi. 

Það lá í fjörunni við Rif í einhvern tíma en var að lokum rifið í brotajárn inn við Skarfakletta við sundin blá. Það ku hafa verið 1996 en skipið var afskráð 1993.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s