Leifur Jóns SH 290

6347. Leifur Jóns SH 290 ex Fagranes ÍS 8. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Leifur Jóns SH 290 var gerður út til strandveiða í sumar og voru þessar myndir teknar þegar hann kom að landi á Patreksfirði í byrjun júlímánaðar.

Það er Sveinbjarnargerði ehf. sem á og gerir bátinn út en hann er með heimahöfn í Stykkishólmi.

Báturinn hét upphaflega Elding EA 427 og var smíður árið 1982 fyrir Arthur Bogason og Sveinbjörn Jónsson í Bátasmiðjunni Mótun í Hafnarfirði. heimild aba.is

Báturinn hefur borið eftirfarandi nöfn: Elding EA 427, Elding GK 427, Garpur SF 27, Elding VE 225, Dögg BA 28, Bragi RE 2, Bragi ÞH 50, Rósa í Brún ÞH 50, Fagranes ÍS 8 og Leifur Jóns SH 290.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geiri Péturs ÞH 344

2285. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sverri Olason TG 730. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1997.

Geiri Péturs ÞH 344, sá fjórði í röðinni, var keyptur frá Færeyjum í desember árið 1996 en kom til heimahafnar á Húsavík í janúar 1997.

Þessar myndir sem hér birtast voru teknar vorið 1997 eftir að togarinn hafði verið um tíma á Akureyri þar sem hann var m.a útbúinn til að frysta rækju. Þarna var verið að leggja í´ann heim.

Það var Geiri Péturs ehf. sem átti og gerði Geira Péturs ÞH 344 út en togarinn, sem er 520 brúttótonn að stærð, var smíðaður árið 1989.

Sumarið 2004 keypti Sigurður Ágústsson ehf. í Stykkishólmi Geira Péturs og gaf honum nafnið Kristinn Friðriksson SH 3. Í nóvember sama ár var Kristinn Friðriksson SH 3 seldur til Kanada þar sem hann fékk nafnið Viking Enterprise. Nafn sem hann ber enn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Guðrún Þorkelsdóttir SU 211

2944. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 ex Qavak GR 2 1. Ljósmynd Þór Jónsson 2020.

Þór Jónsson á Djúpavogi, skipverji á Ljósafelli SU 70, tók þessa mynd af Guðrúnu Þorkelsdóttur SU 211 á miðunum seint í ágústmánuði.

Eskja hf. keypti skipið haustið 2017 en það hét áður Qavak GR 2 1 og var í eigu dótturfélags Brims á Grænlandi.

Upphaflega hét skipið, sem var smíðað í Noregi árið 1999, Vendla H-40-AV og var gert út frá Bergen. Árið 2013 fékk það nafnið Vendla II en 2015 var það selt til Grænlands þar sem það fékk nafnið Qavak GR 2 1.

Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 er tæplega 68 metrar að lengd, breidd hennar er 13 metrar og hún mælist 1773 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution