
Rakst á þessa mynd á Gömul íslensk skip og fékk leyfi ljósmyndarans, Heiðars Kristinssonar, til að birta hana hér.
Þarna er Sveinbjörn Jakobsson SH 10 að láta úr höfn á Ísafirði áleiðis til Húsavíkur en þangað hafi báturinn verið seldur.
Í brúnni er Einar Ófeigur Magnússon en fram á hvalbaknum stendur faðir minn heitinn, Hreiðar Olgeirsson.
Þeir voru ásamt fleiri mönnum frá Norðursiglingu í áhöfn bátsins á siglingunni norður en hér má sjá myndir frá komu bátsins til Húsavíkur.
Báturinn heitir Garðar í dag og hefur siglt með farþega í hvalaskoðun á Skjálfanda síðan sumarið 2009.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution