Alda EA 63

7363. Alda EA 63 ex Frigg ST 69. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Handfærabáturinn Alda EA 63 kom til hafnar á Húsavík nú undir kvöld og það í rjómablíðu.

Alda EA 63, sem hét áður Frigg ST 69, er í eigu Smolla ehf. á Akureyri og var smíðuð árið 1992 í Bátasmiðju Guðmundar.

Báturinn er af Sómagerð og var þiljaður árið 2001 og breikkaður árið 2006. Í honum er 254 hestafla Cummins frá árinu 2000.

Báturinn hét upphaflega Sómi HF 100 en hefur heitið mörgum nöfnum í gegnum tíðina.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sævík GK 757 dregur línuna á Staðarbrúninni

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla. GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Sævíkin GK 757 var að draga línuna á Staðarbrúninni rétt vestan Grindavíkur í dag þegar Jón Steinar sendi drónann í myndatökutúr nú um miðjan daginn.

Jón Steinar segir á síðu sinni: Þeir voru þarna að klára að draga þennan daginn en þeir lögðu smá stubb í Röstina og svo restina hér í Staðarbrúnina.

Það var mokfiskirí hjá þeim og slógu þeir á að afli dagsins væri á bilinu 16-17 tonn. Þar af voru um 8 tonn á 4 rekka sem lagðir voru í Röstinni. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Muninn II GK 343

929. Muninn II GK 343. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Muninn II GK 343 var smíðaður í Gilleleje í Danmörku árið 1945 og mældist 38 brl. að stærð. Hann var keyptur til Íslands árið 1947 og fékk þá þetta nafn. Hannes Baldvinsson á Siglufirði tók þessa mynd.

Eigendur hans voru Ólafur, Sveinn og Axel Jónssynir í Sandgerði. 1960 var hann seldur Gísla J. Halldórssyni í Keflavík sem nefndi bátinn Þorstein Gíslason KE 90.

1966 var sett 240 hestafla GM aðalvél í hann og í árslok sama árs kaupir Hraðfrystihús Keflavíkur hf. hann og nefnir Sandvík KE 90.

Í nóvember 1970 fær hann nafnið Svanur KE 90 þegar Ingólfur R. Halldórsson í Keflavík kaupir hann. 1987 er Karl Sigurður Njálsson skráður meðeigandi Ingólfs að bátnum.

Ljósfiskur eignaðist bátinn í kringum aldarmótin og nokkrum árum síðan var hann kominn á legudeildina í Njarðvíkurhöfn.

Rifinn í Helguvík arið 2010.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution