Nýr Sturla GK 12 kom til Grindavíkur í dag

2444. Sturla GK 12 ex Smáey VE 444. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Nýtt skip bættist í flota Grindvíkinga síðdegis í dag þegar að Sturla GK 12 kom til heimahafnar eftir siglingu frá Vestmannaeyjum.

Þorbjörn hf. keypti skipið frá Vestmannaeyjum fyrr á þessu árin Bergur-Huginn ehf. lét smíða það í Póllandi árið 2007. Upphaflega og lengst af hét það Vestmannaey VE 444 en eftir að ný Vestmannaey VE 54 leysti hana af hólmi í vetur fékk skipið nafnið Smáey VE 444.

Ætlunin er að Sturla GK 12 haldi til veiða fyrir nýja eigendur í lok júní ef allt gengur eftir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dímon GK 38

7392. Dímon GK 38 ex Dímon KE 48. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Handfærabáturinn Dímon GK 38 kom til hafnar í Sandgerði í gær og tók Jón Steinar þessa mynd af honum þá.

Það er útgerðarfélagið Dímon ehf. sem gerir bátinn út en hann var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1997.

Báturinn, sem er Sómi 860, hét upphaflega Elsa Rún HF 44. Síðan árið 2000 hefur hann borið nöfnin Katrín GK 117, Dínó HU 70, Kári AK 24 og Dímon KE 48 en það nafn fékk hann árið 2017. Árið 2019 varð hann síðan GK 38.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution