Aþena með rúm 80 tonn af grásleppu

2436. Aþena ÞH 505 ex Sigurvon ÞH 505. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Grásleppubáturinn Aþena ÞH 505 frá Húsavík lauk veiðum í gær eftir að hafa klárað sína 44 daga en kallarnir lögðu netin þann 19. mars síðastliðinn.

Þrátt fyrir rysjótt tíðarfar í byrjun var góður og stöðugur afli allan tímann og afraksturinn var 80.331 kg. af grásleppu sem verður að teljast ævintýranlegur afli. Amk. muna elstu menn ekki annað eins.

Ætla má að Aþena sé aflahæsti bátur landsins á grásleppuvertíðinni í ár.

Meðfylgjandi mynd var tekin í gær þegar Aþena kom til hafnar á Húsavík um miðjan daginn en þeir kappar fóru aftur út og kláruðu að taka upp netin.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Muninn GK 342

691. Muninn GK 342. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Muninn GK 342 frá Sandgerði var smíðaður í Danmörku árið 1955 og var 53 brl. að stærð. Hannes Baldvinsson á Siglufirði tók þessa mynd af bátnum.

Eigendur bátsins frá 11. janúar 1956 voru Ólafur, Sveinn og Axel Jónssynir í Sandgerði en síðar varð Miðnes hf. eigandi að honum.

Upphaflega var í bátnum 315 hestafla Buda aðalvél en 1968 var sett í hann 350 hestafla Caterpillar.

Muninn GK 342 var seldur til Svíþjóðar árið 1979. Heimild: Íslensk skip

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Korund

IMO 8710285. Korund. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Rússneski togarinn Korund var í Tromsø á dögunum og náði Eiríkur Sigurðsson þessari mynd af honum þá.

Korund var smíðaður árið 1988 og hét eitt sinn Topas T-23-H og hafði heimahöfn í Harstad þar sem hann var smíðaður.

Topas var seldur til Rússlands árið 2000 og hefur heitið nokkrum nöfnum en heitir eins og áður segir Korund í dag.

Korund, sem mælist 1,198 brúttótonn að stærð, er með heimahöfn í Murmansk.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution