Birta ÞH 169

6546. Birta ÞH 169 ex Suðri ST 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Strandveiðibáturinn Birta ÞH 169 rær frá Húsavík núna í byrjun veiðitímabilsins en báturinn er með heimahöfn á Þórshöfn. Sveinn F. Jónsson ehf. gerir bátinn út.

Birta ÞH 169 hét áður Suðri ST 99 en fékk núverandi nafn í vor.

Upphaflega hét báturinn Sigurborg HF 116 og var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1983.

Sumarið 2009 fékk báturinn nafnið Didda SH 159 og heimahöfnin Ólafsvík en vorið 2011 kom hann til Hólmavíkur og fékk nafnið Suðri.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Runólfur SH 135

173. Runólfur SH 135. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Runólfur SH 135 liggur hér við bryggju á Siglufirði vel hlaðinn af síld en myndina tók Siglfirðingurinn Hannes Baldvinsson

Þessi bátur heitir Sigurður Ólafsson SF 44 í dag en hann var smíðaður í Risör í Noregi árið 1960 fyrir Guðmund Runólfsson Grafarnesi, Guðmund Kristjánsson og Jón Kristjánsson í Eyrarsveit Snæfellssýslu og hét Runólfur SH 135.

Runólfur var 115 brl. búinn 300 ha. Wichmann díesel vél. Hann var endurmældur í júní 1969 og mældist þá 104 brl. Seldur 30 desember árið 1970til Akraness, kaupandi Haförninn h/f. Fékk nafnið Sigurvon AK 56. Í apríllok 1975 var báturinn seldur Konráð Júlíussyni í Stykkishólmi og fékk nafnið Sigurvon SH 35.

1977 var sett í bátinn 640 hestafla Samofa aðalvél. Í upphafi árs 1978 var báturinn seldur Sigurði s/f í Stykkishólmi og fékk þá nafnið  Sigurður Sveinsson SH 36. Síðla árs 1980 vart báturinn seldur Sigurði Ólafssyni h/f á Höfn í Hornafirði, hann fékk nafnið Sigurður Ólafsson SF 44 sem hann ber enn þann dag í dag.

1983 var sett í hann ný  640 hestafla Mitsubishi aðalvél vél og 1987 var Sigurður Ólafsson lengdur og yfirbyggður. Mældist hann þá 124 brl. að stærð. (Íslensk skip)

650 ha. Mitsubishi aðalvél var sett í bátinn árið 2006 og er hann enn í dag gerður út af Sigurði Ólafssyni ehf. á Höfn í Hornafirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution