
Línubátarnir Óli á Stað GK 99 og Margrét GK 33 koma hér að landi í Sandgerði fyrir skömmu en myndina tók Jón Steinar Sæmundsson.
Stakkavík ehf. í Grindavík gerir Óla á Stað út en hann var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri, og afhentur vorið 2017. Hann er 14,8 metra langur og mælist 29.95 BT að stærð. Heimahöfn Grindavík.
Nesfiskur ehf. gerir Margréti út en báturinn var smíðaður hjá Víkingbátum á síðasta ári. Margrét GK 33 er tæplega 22 BT að stærð en lengd hennar er 11,99 metrar. Heimahöfn Suðurnesjabær.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution