Teista ÞH 58 í heimahöfn

5894. Teista ÞH 58 ex Teista BA 90. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Það var fallegur dagur í vikunni þegar ég var á Raufarhöfn og rakst á nýjan bát í höfninni, Teistu ÞH 58. Allt svo nýjan í flota Raufarhafnar.

Það er Júlli í Krók ehf. sem gerir bátinn út til strandveiða en að því fyrirtæki standa Aðalsteinn Júlíusson á Akureyri og Stefán Júlíus sonur hans.

Teistu náði Addi í í sína heimabyggð, Patreksfjörð en þaðan keyptu þeir feðgar hana.

Teista var smíðuð í Bátasmiðjunni Mótun hf. í Hafnarfirði árið 1977 og hét upphaflega Dúi GK 120. Báturinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar í gegnum tíðina en samkvæmt aba.is var hann upphaflega afturbyggður. Báturinn er 4,25 brl. í dag en upphaflega var hann 2,17 brl. að stærð.

Báturinn fékk nafnið Teista BA 290 árið 2000 en árin 1988-1998 hét hann Dúi SH 113, Dúi og síðan Dúett SH 151.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s