Sigþór kemur að bryggju

185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK 375. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1983.

Sigþór ÞH 100 kemur hér að bryggju á Húsavík eftir línuróður en myndin var tekin haustið 1983 ef ég man rétt.

Sigþór ÞH 100 hét upphaflega Sigurpáll GK 375 og var smíði no.46. frá Marstrands Mekaniska Verkstad A/B. í Marstrand í Svíþjóð. Hann kom til landsins í aprílmánuði 1963.

Útgerðarfélagið Vísir hf.á Húsavík keypti bátinn árið 1977 eftir að hann hafði verið endurbyggður í Dráttarbraut Keflavíkur hf. eftir bruna. Þá fékk hann nafnið Sigþór ÞH 100.

Lesa má nánar um Sigþór ÞH 100 hér

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ingólfur GK 125

824. Ingólfur GK 125 ex Bergþór KE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ingólfur GK 125, sem hér kemur að landi í Grindavík um árið, var smíðaður í Frederikssund í Danmörku árið 1931.

Myndin var tekin um miðjan níunda áratug síðustu aldar og var báturinn þá í eigu Ólafs Sigurpálssonar og Eyjólfs Vilbergssonar í Grindavík.

Báturinn hét upphaflega Huginn GK 341 og var smíðaður fyrir Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar í  Vogum. Hann bar nokkur nöfn í gegnum tíðina sem og marga einkennisstafi og númer svo sem Jón Dan GK 431, Farsæll SH 30, Sæborg GK 86, BA 86, RE 328, SH 128, RE 325 og KE 102. Bergþór KE 5, Ingólfur GK 125, Fengsæll GK 262 og loks Fengsæll ÍS 8.  Heimild: Íslensk skip.

Báturinn, sem er 22 brl. að stærð, hefur legið um árabil í fjörunni við Súðavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Snorri á leið í slipp

950. Snorri ex Fríða. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Hér má sjá hvalaskoðunarbátinn Snorra EA 317 frá Dalvík á leið upp í slippinn á Húsavík sumarið 2009.

Norðursigling hafði hann þá á leigu en í dag heitir báturinn Lundi RE 20.

Báturinn var smíðaður 1964 í skipasmíðastöð KEA fyrir Hríseyinga og hét þá Farsæll II EA 130. Þeir voru tveir smíðaðir eftir þessari teikningu og sjósettir um leið. Venus EA 16 og Farsæll II og voru með smíðanúmer 99 og 100 hjá Skipasmíðastöð KEA.

Gjarnan kallaðir tvílembingarnir en sögu þessara báta má lesa á síðu Árna Björns Árnasonar, aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution