Sigþór kemur að bryggju

185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK 375. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1983. Sigþór ÞH 100 kemur hér að bryggju á Húsavík eftir línuróður en myndin var tekin haustið 1983 ef ég man rétt. Sigþór ÞH 100 hét upphaflega Sigurpáll GK 375 og var smíði no.46. frá Marstrands Mekaniska Verkstad A/B. í Marstrand í Svíþjóð. Hann kom … Halda áfram að lesa Sigþór kemur að bryggju

Ingólfur GK 125

824. Ingólfur GK 125 ex Bergþór KE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Ingólfur GK 125, sem hér kemur að landi í Grindavík um árið, var smíðaður í Frederikssund í Danmörku árið 1931. Myndin var tekin um miðjan níunda áratug síðustu aldar og var báturinn þá í eigu Ólafs Sigurpálssonar og Eyjólfs Vilbergssonar í Grindavík. Báturinn hét … Halda áfram að lesa Ingólfur GK 125

Snorri á leið í slipp

950. Snorri ex Fríða. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009. Hér má sjá hvalaskoðunarbátinn Snorra EA 317 frá Dalvík á leið upp í slippinn á Húsavík sumarið 2009. Norðursigling hafði hann þá á leigu en í dag heitir báturinn Lundi RE 20. Báturinn var smíðaður 1964 í skipasmíðastöð KEA fyrir Hríseyinga og hét þá Farsæll II EA … Halda áfram að lesa Snorri á leið í slipp