Sæunn ÞH 69

2097. Sæunn ÞH 69. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2001.

Sæunn ÞH 69 siglir hér innan hafnar í Sandgerði um árið, sennilega sumarið 2001. Sæunn var, og er , af Selfagerð smíðuð í Noregi árið 1990.

Sæunn ÞH 69 var smíðuð fyrir feðgana Sturlu Hjaltason og Snorra Sturluson á Raufarhöfn. Árið 2008 fær Sæunn einkennisstafina NK 10 en þá hafði hann verið í núllflokki hjá Fiskistofur frá árinu 2005.

Í dag heitir báturinn, sem var skutlengdur árið 1995, nafnið Metta NS 333. Það nafn fékk hann þegar Árni Jón Sigurðsson á Seyðisfirði keypti bátinn árið 2009.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Örvar SH 777 á Skjálfanda

2159. Örvar SH 777 ex Vestkapp SF-8-S. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Línuskipið Örvar SH 777 frá Hellisandi kom til löndunar á Húsavík þann 15. september árið 2009 og þá voru þessar myndir teknar.

Upphaflega hét skipið Tjaldur II SH 370 og var smíðaður í Noregi fyrir KG fiskverkun á Rifi árið 1992. Líkt og systurskipið Tjaldur SH 270.

Tjaldur II var seldur til Noregs árið 1987 þar sem hann fékk nafnið Kamaro SF-8-S og síðar Vestkapp SF-8-S og var með heimahöfn í Måløy.

Hraðfrystihús Hellisands keypti skipið aftur í íslenska flotann og kom það til landsins í janúar 2008. Fékk það þá nafnið Örvar SH 777 og leysti eldra skip með sama nafni af hólmi.

Örvar SH 777 er 43,21 metra langur og 9 metra breiður. Hann mælist 411 brl./689 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution