
Þegar ég átti leið um hafnarsvæðið á Raufarhöfn í gær var verið að setja handfærabátinn Ísey ÞH 375 á flot og útbúa hann til strandveiða.
Það er Uggi útgerðarfélag ehf. sem gerir bátinn út en að því fyrirtæki, sem einnig gerir Gunnþór ÞH 75 út, stendur Snorri Sturluson.
Báturinn, sem er af gerðinni Skel 86, hét upphaflega IndriðiKristins BA 751 frá Tálknafirði. Hann var smíðaður hjá Trefjum ehf. í Hafnarfirði árið 1997.
Árið 2008 fékk báturinn, sem smíðaður var fyrir Miðvík ehf. á Tálknafirði, nafnið Vinur BA 166. Það var svo árið 2009 sem hann var keyptur til Raufarhafnar þar sem hann fékk nafnið Ísey ÞH 375.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution