Háey II kom og fór

2757. Háey II ÞH 275. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Þann dag sem ég staldraði við á Raufarhöfn í vikunni kom Háey II ÞH 275 að landi og fór aftur að lokinni löndun

Háey II ÞH 275 er í eigu GPG Seafood á Húsavík og af gerðinni Víkingur 1200. Báturinn var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Samtak í Hafnarfirði árið 2007.

Eins og fram kom hér á síðunni í vetur hefur GPG Seafood samið um smíði á nýrri Háey hjá Víkingbátum.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigurður Ólafsson SF 44

173. Sigurður Ólafsson SF 44 ex Sigurður Sveinsson SH 36. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2020.

Siggi Davíðs skipverji á Steinunni SF 10 sendi þessar myndir sem sýna Sigurð Ólafsson SF 44 leggja í humarróður.

Sigurður Ólafsson SF 44 hét upphaflega Runólfur SH 135 og hér má nánar lesa um bátinn.

173. Sigurður Ólafsson SF 44 ex Sigurður Sveinsson SH 36. Ljósmyndir Sigurður Davíðsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Teista ÞH 58 í heimahöfn

5894. Teista ÞH 58 ex Teista BA 90. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Það var fallegur dagur í vikunni þegar ég var á Raufarhöfn og rakst á nýjan bát í höfninni, Teistu ÞH 58. Allt svo nýjan í flota Raufarhafnar.

Það er Júlli í Krók ehf. sem gerir bátinn út til strandveiða en að því fyrirtæki standa Aðalsteinn Júlíusson á Akureyri og Stefán Júlíus sonur hans.

Teistu náði Addi í í sína heimabyggð, Patreksfjörð en þaðan keyptu þeir feðgar hana.

Teista var smíðuð í Bátasmiðjunni Mótun hf. í Hafnarfirði árið 1977 og hét upphaflega Dúi GK 120. Báturinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar í gegnum tíðina en samkvæmt aba.is var hann upphaflega afturbyggður. Báturinn er 4,25 brl. í dag en upphaflega var hann 2,17 brl. að stærð.

Báturinn fékk nafnið Teista BA 290 árið 2000 en árin 1988-1998 hét hann Dúi SH 113, Dúi og síðan Dúett SH 151.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution