Jónína Brynja ÍS 55

2868. Jónína Brynja ÍS 55. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Jónína Brynja ÍS 55 hefur róið að undanförnu frá Grindavík og tók Jón Steinar þessar myndir af henni sl. laugardag en það var síðasti róðurinn þaðan að sinni.

Jónína Brynja ÍS 55 var smíðuð fyrir Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík hjá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði árið 2013 og leysti af hólmi eldri bát útgerðinnar sem strandaði við Straumnes í desember 2012.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution