Dagö í Smugunni

IMO: 9183099. Dagö EK 2001 ex Dagur SK 17. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking sendi þessar myndir sem hann tók í Smugunni áðan og sýna rækjubátinn Dagö.

Dagö, sem áður hét Dagur SK 17, er gerður út af Útgerðarfyrirtækinu Reyktal sem einnig gerir Reval Viking út og voru Eiríkur og hans menn að taka einn skipverja af Dagö með í land.

Dagur SK 17 var keyptur árið 2016 frá Írlandi en skipið var smíðað á Spáni árið 1997. Rækjuverksmiðjan Dögun á Sauðárkróki gerði bátinn út en hann var seldur til Eistlands fyrr á þessu ári.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Komið að landi

2842. Óli á Stað GK 99 – 2952. Margrét GK 33. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Línubátarnir Óli á Stað GK 99 og Margrét GK 33 koma hér að landi í Sandgerði fyrir skömmu en myndina tók Jón Steinar Sæmundsson.

Stakkavík ehf. í Grindavík gerir Óla á Stað út en hann var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri, og afhentur vorið 2017. Hann er 14,8 metra langur og mælist 29.95 BT að stærð. Heimahöfn Grindavík.

Nesfiskur ehf. gerir Margréti út en báturinn var smíðaður hjá Víkingbátum á síðasta ári. Margrét GK 33 er tæplega 22 BT að stærð en lengd hennar er 11,99 metrar. Heimahöfn Suðurnesjabær.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution