Cleopatra 46B og 50 mætast

2961. Kristjan HF 100 – 2817. Fríða Dagmar ÍS 103. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Cleopatrabátarnir frá Trefjum í Hafnarfirði eru af ýmsum gerðum og stærðum eins og m.a má sjá á þessari mynd.

Þarna mætast Kristján HF 100, sem er af gerðinni Cleopatra 46B, og Fríða Dagmar ÍS 103, sem er Cleopatra 50. Fríða Dagmar var af gerðinni Cleopatra 40B en var lengd.

Báðir bátarnir eru tæplega 30 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Siggi Bjarna GK 104

2106. Siggi Bjarna GK 104 ex Sæstjarnan ÍS 188. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Siggi Bjarna GK 104 hét upphaflega Sæstjarnan SH 35 og var smíðaður árið 1990 hjá Fossplasti h/f. Smíðastaður Hveragerði.

Sæstjarnan SH 35 varð ÍS 188 á árunum 1994-1997 og gerð út frá Suðureyri við Súgandafjörð.

Árið 1998 fékk báturinn nafnið Siggi Bjarna GK 104 og heimahöfnin Sandgerði. Hann gekk í gegnum töluverðar breytingar sem sennilega voru framkvæmdar hjá Trefjum miðað við stýrishúsið og útlit bátsins eftir þær.

Bryggjumyndin hér að neðan var tekin í Hafnarfirði og sennilega þegar verið var að ljúka breytingunum.

Árið 2000 fékk báturinn nafnið Gísli Einars GK 104 og heimahöfnin Grindavík. Fimm árum síðar er hann aftur kominn til Sandgerðis og þá fékk hann nafnið Óli Gísla GK 114. Árið 2006 fékk hann nafnið Bergvík KE 55 og 2007 Bergvík GK 97.

Það var svo árið 2009 sem báturinn fékk það nafn sem hann ber í dag, Addi Afi GK 97, heimahöfnin Sandgerði.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Langanes á landleið

1202. Langanes GK 525 ex Grundfirðingur SH 12. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Jón Steinar tók þessar myndir í Njarðvík á dögunum og sýna þær netabátinn Langanes GK 525 þar sem hann var á landleið eftir róður.

Það er Grímsnes ehf. sem gerir bátinn út en fyrirtækið keypti hann frá Grundarfirði í fyrra.

Báturinn hét upphaflega Þorlákur ÁR 5 og  var smíðaður hjá Stálvík í Garðabæ 1972 fyrir Meitilinn h/f í Þorlákshöfn. Smíðanúmer 18 frá þeim og afhentur í upphafi árs.

Árið 1977 fékk hann nafnið Brimnes SH 257 og 1979 Rita NS 13, heimahöfn Vopnafjörður. Á vetrarvertíðinn 1982 er báturinn kominn til Hafnarfjarðar þar sem hann fék nafnið Hringur GK 18. 

Í upphafi árs 2001 var báturinn keyptur til Grundarfjarðar, kaupandinn Soffanías Cesilsson hf., og fékk hann nafnið Grundfirðingur SH 24.

Báturinn var lengdur 1973, yfirbyggður 1985 og aftur lengdur 1990, þá var honum slegið út að aftan og skipt um brú 1990. Hann mælist 151 brl./255 BT að stærð. Aðalvél 775 hestafla Caterpillar frá 1998. Upphaflega var hann 105 brl. að stærð.

1202. Langanes GK 525 ex Grundfirðingur SH 12. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution