Bergur Vigfús á skaki

2746. Bergur Vigfús GK 53 ex Geirfugl GK 66. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Bergur Vigfús GK 53 stundar handfæraveiðar um þessar mundir og tók Jón Steinar þessar myndir af bátnum í gær.

Báturinn var þá á skaki rétt suður af Hópsnesi við Grindavík og veðurblíða á miðunum eins og sjá má.

Bergur Vigfús GK 53, sem er í eigu Dóra ehf., var smíðaður átið 2007 hjá Bátagerðin Samtak í Hafnarfirði og hét upphaflega Geirfugl GK 66.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þinganes SF 25

2970. Þinganes SF 25. Ljósmynd Óskar Franz 2020.

Óskar Franz tók þessa mynd af Þinganesinu frá Hornafirði í gær þegar það kom að landi í Þorlákshöfn með fullfermi.

Þinganes SF 25 er í hópi sjö systurskipa sem norska skipasmíðastöðin VARD smíðaði fyrir íslenskar útgerðir.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution