Geiri Péturs ÞH 344

1825. Geiri Péturs ÞH 344 ex Rosvik T-10-T. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér koma nokkar myndir af Geira Péturs ÞH 344 en þessi var annar í röðinni af fimm skipum sem báru þetta nafn.

Sigurður V. Olgeirsson föðurbróðir minn var jafnan kenndur við Geira Péturs en hann hefði orðið 78 í dag. Hann lést 15. október árið 2005 og því er upplagt að birta einhverjar myndir sem tengjast honum og minnast hans um leið.

Þarna vorum við að koma í land eftir stuttan og snarpan túr á fiskitrolli þar sem báturinn var fylltur eins og oft var raunin á. Ég hoppaði í land til að festa bátinn á filmu en þetta var sumarmorgunn og þokuslæðingur í Kinnafjöllunum.

Báturinn var smíðaður í Noregi árið 1984 og hét upphaflega Rosvik en Korri hf. á Húsavík keypti hann til landsins sumarið 1987. Hann var seldur aftur til Noregs árið 1996 þar sem hann fékk nafnið Lysnes. Hann er farinn í brotajárn fyrir einhverjum árum síðan. Báturinn var 182 brl. að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Straumey EA 50

2710. Straumey EA 50 ex Straumey HF 200. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Línubáturinn Straumey EA 50 kemur hér inn til Grindavíkur í gær svona yfirbyggð og fín en það var gert í Bátasmiðjunni Sólplasti á síðasta ári.

Straumey EA 50 hét upphaflega Friðfinnur ÍS 105 og var afhentur frá Trefjum samnefndu útgerðarfyrirtæki á Flateyri í janúarmánuði árið 2006.

Bátuirnn, sem er af gerðinni Cleopatra 38, var seldur til Dalvíkur árið 2007 þar sem hann fékk nafnið Bliki EA 12. EA 12 var hann til ársins 2011 að hann varð EA 30 og síðan 2012 ÍS 203.

Straumeyjarnafnið fékk báturinn árið síðla árs 2018 og hefur verið ÍS 203, HF 200 og EA 50. Eigandi Friðfinnur ehf. og heimahöfn í Hrísey.

2710. Straumey EA 50 ex Straumey HF 200. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gísli Einars GK 104

2106. Gísli Einars GK 104 ex Siggi Bjarna GK 104. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Á dögunum birtust myndir af þessum bát þar sem hann hét Siggi Bjarna GK 104 en þessar sem nú birtast voru teknar í marsmánuði árið 2005.

Þá var báturinn kominn til Grindavíkur þar sem hann fékk nafnið Gísli Einars GK 104 og var gerður út af BESA ehf. í Grindavík.

Hér má skoða færsluna um Sigga Bjarna GK 104

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution