
Grásleppubáturinn Björn Jónsson ÞH 345 kemur hér að landi á Raufarhöfn í vikunni en það er Útgerðarfélagið Röðull ehf. sem gerir hann út.
Upphaflega hét báturinn Jói á Nesi II SH 259 og var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar fyrir Pétur F. Karlsson í Ólafsvík. Það var árið 1998 og árið 2006 var báturinn lengdur.
Í ársbyrjun 2012 er báturinn kominn með nafnið Arnar II SH 557 eftir að hafa verið seldur í Stykkishólm. Eigandi Útgerð Arnars ehf.
Það var svo í árslok 2019 sem Útgerðarfélagið Röðull ehf., sem Einar Sigurðsson stendur að, keypti bátinn og nefndi Björn Jónsson ÞH 345. Báturinn hafði árið á undan eða svo borið nafnið Arnar SH 157.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution