Haffari SH 275

78. Haffari SH 275 ex Hafþór RE 75. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982.

Á árunum 1978- 1983 var tappatogari sá sem upphaflega hét Hafþór NK 76 gerður út frá Grundarfirði undir nafninu Haffari SH 275.

Það voru Lárus Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Magnús Lýðsson og Þórarinn Gunnarsson sem keyptu skipið af Ríkissjóði Íslands en eins og margir vita var það notað til hafrannsókna undir nafninu Hafþór RE 75.

Eftirfarandi mátti m.a lesa í dálki er nefndist Landpósturinn í Þjóðviljanum þann 12. febrúar 1980:

Fyrir skömmu kom til Grundarfjarðar ms. Haffari, sem keyptur var hingað í fyrra. Hann var að koma úr klössun en byggt hafði verið yfir hann og sett i hann ný brú.

Haffari, sem er 280 lesta stálskip, hét áður Hafþór og var í eigu Hafrannsóknarstofnunar er orðinn hinn glæsilegasti. Eigendur Haffara eru Lárus Guðmundsson o.fl. í Grundarfirði.

Haffari SH 275 var seldur sumarið 1983 Fiskverkun Garðars Magnússonar hf. í Njarðvík og varð báturinn Haffari GK 240 við það.

Meira síðar af þessu sögufræga skipi sem gert var út á Íslandsmið í 60 ár.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s