
Norska flutningaskipið Falksea kom til Húsavíkur í dag með saltfarm en það kom hingað eftir að hafa losað Dalvík.
Falksea er 90 metra langt og 14 metra breytt. Mælist 2,999 GT að stærð. Smíðað árið 2002 og hét upphaflega Arklow Rambler. Falksea er með heimahöfn í Stavanger.
Dráttarbátur Hafnarsamlags Norðurlands, Sleipnir, fór með hafnsögumann út í skipið og aðstoðaði það síðan að bryggju.
Sleipnir var smíðaður á Akureyri árið 1995 og er 41 BT að stærð. Togkraftur hans er 11,2 tonn.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution