
Andri KE 46, sem hér sést að dragnótaveiðum, hét upphaflega Hásteinn ÁR 8 frá Stokkseyri og var smíðaður árið 1969 í Skipavík h/f í Stykkishólmi.
Í Víkurfréttum sagði svo frá 10. mars 1994:
Andri VE bætist í flotann
Jón Björn Vilhjálmsson og Arnar Magnússon hafa fest kaup á 4 7 tonna eikarbáti frá Vest- mannaeyjum. Báturinn heitir Andri VE 244 (Skipaskrárnúmer: 1075). Andri VE var smíðaður í Stykkishólmi fyrir 2 6 árum, e n endurbyggður í Hafnarfirði fyrir 14 árum.
Báturinn verður gerður út á snurvoð frá Suðurnesjum.
Báturinn átti síðar eftir að bera nöfnin Dagný GK 91, Austurborg KE, SH, GK og aftur SH en báturinn var tekinn af skipaskrá árið 2010.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution