Arney KE 50 á siglingu

1416. Arney KE 50 ex Ásborg EA 259. Ljósmynd Pétur Helgi Pétursson.

Arney KE 50 sem hér sést á siglingu hét upphaflega Skarðsvík SH 205 og var í eigu samnefnds fyrirtæki á Hellisandi.

Skarðsvík SH 205 var smíðuð árið 1975 hjá Baatservice Verft A/S í Mandal í Noregi, hún hafði smíðanúmer 620. Hún var fjórða og jafnframt síðasta stálfiskiskipið í raðsmíði stöðvarinnar fyrir íslenska aðila. Þrjú þau fyrri voru Gullberg VE 292, Huginn VE 55 og Árni Sigurður AK 370. Skarðsvík var yfirbyggð árið 1977.

Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan á Akranesi festi kaup á Skarðsvík SH 205 vorið 1990 og varð hún við það AK 205. Í nóvember sama ár keypti Borg h/f í Hrísey skipið og nefndi Ásborgu EA 259.

Það var svo í desembermánuði 1992 sem Arney ehf. í Keflavík keypti skipið sem í ársbyrjun 1993 fékk nafnið sem það ber á myndinni, Arney KE 50.

Arney KE 50 var gerð út frá Sandgerði fram yfir aldamót en Skinney-Þinganes hf. keypti útgerðina vorið 2001 Við það fékk Arney nafnið Steinunn SF 10 sem hún bar til ársins 2009 en það sumar var hún seld til Vestmannareyja. Það var Kópavík ehf. sem keypti Steinunni, sem þá var orðin SF 107, og nefndi Hafursey VE 122.

Árið 2011 keypti Vísir hf. skipið og stóð það uppi í Skipasmíðastöð Njarðvíkur um árabil undir nafninu Sævík GK 257. Sumarið 2018 kom skipið heim eftir gagngerar breytingar í Póllandi og undir nýju nafni, Sighvatur GK 57, og leysti gamla nafna sinn af hólmi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

2 athugasemdir á “Arney KE 50 á siglingu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s