Stokksnes EA 410

1325. Stokksnes EA 410 ex Stokksnes SF 89. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1995.

Þar sem ég sit og horfi út á Vigoflóann er upplagt að birta mynd af einum Spánartogaranum af minni gerðinni.

Stokksnes EA 410 hét upphaflega Otur GK 5 og kom til landins 5. apríl árið 1974. Eigandi togarans var Portland hf. og heimahöfn hans Hafnarfjörður.

Otur GK 5, sem var 451 brl. að stærð, var smíðaður í Construcciones Navales Santodomingo S.A. Vigo og var nýsmíði stöðvarinnar nr. 416. 

Hann var annar í röðinni af 5 skuttogurum af minni gerð (undir 500 brl.), sem smíðaðir voru á Spáni fyrir Íslendinga, en fyrsti skuttogarinn í þessari raðsmíði var Hólmanes SU 1.

Otur varð síðar HF 16 eftir að Sjólastöðin hf. keypti hann árið 1982. Togarinn var seldur til Hafnar í Hornafirði árið 1989 þar sem hann fékk nafnið Stokksnes SF 89.

Árið 1995 kaupir Stokksnes hf., fyrirtæki í eigu Samherja hf., Matvælaiðjunnar Strýtu hf. á Akureyri og Söltunarfélags Dalvíkur hf. togarann. Skipið, sem Samherji hafði haft á leigu um nokkurn tíma, fékk hélt nafninu en varð EA 410.

Sama ár er togarinn seldur Meitlinum hf. í Þorlákshöfn sem nefnir hann Jón Vídalín ÁR 1. Síðar varð hann Jón V ÁR 111 um tíma en seldur til Namibíu í júní árið 1989.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s