Hraunsvík GK 68

727. Hraunsvík GK 68 ex Gissur ÁR6. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér er Hraunsvík GK 68 að koma til hafnar í Grindavík um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hraunsvík hét upphaflega Akurey SF 52 og var smíðuð í Danmörku 1956.

Svo sagði frá í Morgunblaðinu 12. apríl 1956:

Tveir nýir bátar komu til Hornafjarðar í gær. Eru þeir báðir af sömu gerð og stærð, 53 smálestir með 230 hestafla Dams-dísilvél. Þeir eru búnir öllum  nýtízku vélaútbúnaði og m. a. er sími í öllum vistarverum skipverja.

Bátarnir voru smíðaðir í Faaborg á Fjóni og heita Akurey og Helgi. Bjarni Runólfsson og Guðni Jóhannesson sigldu bátunum hingað til lands, en eigendur eru Tryggvi Sigjónsson og Ólafur Ruhólfsson. Bátarnir búast nú á vertíð. 

UPPFÆRT: Fékk sendar upplýsingar sem segja að Tryggvi Sigjónsson og Ólafur Runólfsson hafi átt Helga, en Akurey áttu Haukur Runólfsson, Ágúst Runólfsson og Ásgeir Þ. Núpan.

Bátarnir áttu að vera komnir mikið fyrr, en þeir lokuðust inn á smíðastað vegna mikilla frosta, sem urðu til þess að sjóinn lagði langt út í Kattegat.

Í fréttinni stendur að í bátunum hafi verið Dams dísilvélar en í Íslensk skip segir að í Akurey hafi verið Deutz.

Saga Akureyjar nær amk. til ársins 1988 þegar Samherji kaupir hana til að auka kvóta sinn.

Saga Helga SF 50 eru öllu styttri og sorglegri en báturinn fórst á Færeyjarbanka 1961. Af níu manna áhöfn björguðust tveir í gúmíbjörgunarbát og þaðan í skoska línuskipið Verbena frá Kirchhaldy (Íslensk skip).

Akurey hét eftirfarandi nöfnum: Akurey SF 52 til 1962. Rán SU 58 til 1967. Gissur ÁR 6 til 1970 og þá Hraunsvík GK 68.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

2 athugasemdir á “Hraunsvík GK 68

 1. Sæll Hafþór.
  Takk fyrir allar myndir og upplýsingar, sem þú setur hér inn.
  Smá leiðrétting: Tryggvi og Ólafur Runólfsson áttu Helga, en Akurey áttu Haukur Runólfsson, Ágúst Runólfsson og Ásgeir Þ. Núpan.
  Bátarnir áttu að vera komnir mikið fyrr, en þeir lokuðust inn á smíðastað vegna mikilla frosta, sem urðu til þess að sjóinn lagði langt út í Kattegat. Mig minnir að töfin hafi verið 11/2 mán.
  Bestu kveðjur
  Stefán

  Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s