2954. Vestmannaey VE 54 fór á flot í morgun. Ljósmynd Guðmundur Alfreðsson. Hin nýja Vestmannaey sem er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi var sjósett í morgun. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir að sjósetningin hafi átt sér stað með nokkuð óvenjulegum hætti og lýsir Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri Bergs-Hugins henni svo: „Skipið var dregið … Halda áfram að lesa Vestmannaey VE 54 komin á flot
Day: 27. apríl, 2019
Þorgeir GK 73 á Seyðisfirði
222. Þorgeir GK 73 ex Ingólfur GK 96. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Þorgeir GK 73 er hér á Seyðisfirði eitthvað að lóna, þetta var á síldarárunum og myndina tók Hreiðar Olgeirsson þá skipverji á Dagfara ÞH 70. Þorgeir GK 73 var 127 brl. að stærð. Síðar endurmældur og var þá 137 brl. Báturinn hét áður Ingólfur … Halda áfram að lesa Þorgeir GK 73 á Seyðisfirði
Margrét GK 707 á skaki
2794. Margrét GK 707 ex Margrét HF 4. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Handfærabáturinn Margrét GK 707 er að veiðum skammt utan við Grindavík á þessum myndum Jóns Steinars frá því um daginn. Margrét GK 707 hét upphaflega Ásdís SH 154 og var smíðuð árið 2010. Hefur heitið þessum tveim nöfnum en Margrét hefur verið HF … Halda áfram að lesa Margrét GK 707 á skaki


