
Togbáturinn Pálína Ágústdóttir EA 85 kom til hafnar í Keflavík í dag en báturinn er á fiskistrolli.
Það var rok og rigning en það hamlaði ekki því að Elvar Jósefsson fór og myndaði bátinn við komuna.

Báturinn var var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1985 og hét upphaflega Harpa GK 111. Hann er er búinn að heita eftirtöldum nöfnum síðan: Hrísey SF 48, Silfurnes SF 99, Sóley SH 124.

K & G Fiskverkun ehf. keypti bátinn sumarið 2017 og gaf því núverandi nafn. Báturinn er 144 brl. /202 BT að stærð, lengd hans er 25,99 metrar og breiddin 7 metrar. Hann er búinn 764 hestafla Caterpillar aðalvél.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution