Fengur ÞH 207 á landleið í dag

2125. Fengur ÞH 207 . Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019.

Hér siglir grásleppubáturinn Fengur ÞH 207 með Látraströndinni á leið sinni til hafnar á Grenivík eftir að hafa dregið netin við Flatey.

Það eru feðgarnir Jón Þorsteinsson og Víðir Örn sonur hans sem róa á Feng og að sögn Víðis hafa aflabrögð verið ágæt.

Fengur ÞH 207 var smíðaður á Skagaströnd fyrir bæðurnar Jón og Friðrik K. Þorsteinssyni og þiljaður árið 1992.

Sem opinn bátur var hann með skipaskrárnúmerið 7117. Hann hefur einnig verið lengdur og skipt var um vél árið 2013.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd