Gandí VE 171

2702. Gandí VE 171 ex Rex HF 24. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum keypti frystitogarann Rex HF 24 árið 2010 og gaf honum nafnið Gandí VE 171.

Útgerðarfyrirtækið Sæblóm í Hafnarfirði keypti togarann frá Noregi árið 2005 en þar hét hann Havsbryn og átti heimahöfn í Álasundi. Hann fékk nafnið Rex HF 24 og var gerður út til veiða við Afríkustrendur.

Skipið var smíðað árið 1986 í Umoe Sterkoder AS stöðinni í Kristiansund í Noregi og hét upphaflega Longva II M-65-A. Því næst Remøytrål M-110-HØ, Beryl M-110-S og að lokum Havsbryn M-125-H.

Sumarið 2013 var Gandí VE 171 seldur til Færeyja þar sem hann fékk nafnið Olavur Nolsoe FD 181 með heimahöfn í Fuglafirði.

Sumarið 2016 var Olavur Noelsen seldur til Rússlands þar sem hann fékk nafnið Kapitan Gerashcenko MK-0549 sem hann ber enn þann dag í dag. Heimahöfn Murmansk.

Togarinn er 57 metra langur, 13 metra breiður og mælist um 1600 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s