
Togskipið Bylgja VE 75 kom til Reykjavíkur síðdegis í gær og voru þessar myndir teknar þá. Svona nýmáluð og fín.
Bylgja VE 75 var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri fyrir Mattíhas Óskarsson útgerðarmann og skipstjóra árið 1992.
Hún hefur alla tíð verið í eigu hans en fyrirtækið heitir Bylgja VE 75 ehf.
Bylgja VE 75 er 33,74 m á lengd og 8,6 m á breidd. Hún mælist 277 brl./477 BT að stærð. Búin 1224 hestafla Yanmar aðalvél.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution