BG nes ehf. kaupir Hafrúnu ÍS 54 frá Flateyri

2585. Hafrún ÍS 54 ex Rósi ÍS 54. Ljósmynd Flateyrarhöfn 2018.

BG nes ehf. í Fjallabyggð hefur keypt línubátinn Hafrúnu ÍS 54 af West Seafood ehf. á Flateyri.

Fréttavefurinn bb.is greinir frá þessu í dag.

West Seafood ehf. tekur 6991 Odd á Nesi ÓF 176 upp í en eins og fram kom hér á síðunni um helgina tók BG nes ehf. hann upp í þegar fyrirtækið seldi 2500. Odd á Nesi ÓF 176 á dögunum til Stakkavíkur ehf. í Grindavík.

6991. Jói Brands GK 517 ex Hilmir SH 340. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Jói Brands GK 517 hét upphaflega Kvika ÞH 345 og átti heimahöfn á Mývatni. Síðar fékk báturinn nafnið Sigrún GK 17, næst Hilmir SH 297, SH 197 og SH 340. Því næst Jói Brands GK 517.

2585. Venni GK 167. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Hafrún ÍS 54 hét hins vegar upphaflega Venni GK 167 og átti heimahöfn í Grindavík. Síðar Ragnar SF 550, því næst Guðmundur Sig. SF 650. Næsta nafn var Selnes SU 14 og loks Rósi ÍS 54 áður en hann fékk Hafrúnarnafnið. Það má gera að því skóna að næsta nafn hans verði Oddur á Nesi.

2585. Hafrún ÍS 54 ex Rósi ÍS 54. Ljósmynd Flateyrarhöfn 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s